Bróðurdóttir Trumps með bók um forsetann

President Donald Trump speaks during a roundtable discussion about "Transition to Greatness: Restoring, Rebuilding, and Renewing," at Gateway Church Dallas, Thursday, June 11, 2020, in Dallas.(AP Photo/Alex Brandon)
 Mynd: AP
Bróðurdóttir Donald Trump Bandaríkjaforseta er nú með bók um forsetann í smíðum. Bókin sem ber titilinn Too Much and Never Enough, sem má útleggja sem Of mikið og aldrei nóg, er sögð vera bæði átakanleg og klúr lesning.

Fréttavefurinn The Daily Beast greindi frá þessu og er það bókaforlagið Simon& Schuster sem gefur bókina út. Áætlaður útgáfudagur er 11. ágúst. Tímasetning, aðeins nokkrum vikum fyrir landsþing Repúblikanaflokksins og nokkrum mánuðum fyrir forsetakosningarnar, er talin kunna að að skaða fylgi forsetans.

Bókarhöfundurinn Mary Trump, er dóttir Fred Trump, bróður forsetans sem lést úr hjartaáfalli árið 1981 eftir langa baráttu við alkóhólisma.

Guardian fjallar um málið og segir bókina upplýsa að Mary Trump hafi verið einn helsti heimildarmaður New York Times vegna rannsóknar blaðsins á skuggalegum skattamálum forsetans á tíunda áratug síðustu aldar. Blaðið hlaut Pulitzer verðlaunin fyrir umfjöllun sína.

Bókin er sögð geyma bæði átakanlegar og klúrar sögur af Trump, sem og að beina kastljósinu að sambandi forsetans og systur hans, Mary Trump Barry, alríkisdómara á eftirlaunum. Er hún sögð deila bæði innilegum og skaðlegum upplýsingum um bróður sinn.

Trump og faðir hans, Fred, Trump eldri, eru þá sakaðir um að hafa átt þátt í dauða Fred Trump yngri með því að vanrækja hann á tímabili sem hann var illa haldinn af fíkn sinni. Trump sjálfur hefur áður sagt að hann sjái eftir því að hafa þrýst á bróður sin að stjórna fjölskyldufyrirtækinu.

Mary Trump og systkini hennar höfðuðu mál árið 2000 þar sem þau drógu erfðaskrá afa síns Fred eldri í efa og sögðu hana afrakstur svika og óeðlilegra áhrifa Donald Trump og systkina hans.

Mary Trump hefur sjaldan tjáð sig opinberlega en lét þess þó getið við dagblaðið New York Daily News er erfðamálið var fyrir dómstólum að í ljósi þess hver fjölskyldan væri, þá væri „barnlegt að telja málið ekkert hafa með peninga að gera.“ fyrir þau systkinin snúist það hins vegar meira um að faðir þeirra hljóti þá viðurkenningu sem hann eigi skilið.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi