Boris hyggst blása lífi í Brexit-viðræður

15.06.2020 - 03:33
British Prime Minister Boris Johnson leaves the podium after addressing a media conference at an EU summit in Brussels, Thursday, Oct. 17, 2019. Britain and the European Union reached a new tentative Brexit deal on Thursday, hoping to finally escape the acrimony, divisions and frustration of their three-year divorce battle. (AP Photo/Francisco Seco)
 Mynd: AP
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst í dag gera tilraun til að blása nýju lífi í Brexit-viðræðurnar. Hann mun funda með forvígisfólki Evrópusamandsins í gegnum fjarfundabúnað.

Bretland gekk úr Evrópusambandinu 31. janúar síðastliðinn eftir 47 ára viðdvöl. Allt regluverk ESB og allir alþjóðasamningar, EES-samningurinn þar á meðal, heldur þó áfram gildi meðan á aðlögunartímabili Bretlands stendur. Það á að standa til ársloka 2020.

Johnson sjálfur, sem var átta ára þegar Bretland gekk í Evrópusambandið, tekur nú í fyrsta sinn sjálfur þátt í samningaviðræðunum um áframhaldandi tengsl sambandsins og Bretlands.

Fundurinn í dag er mikilvægur í ljósi þess að harla lítið hefur áunnist hingað til. Aðeins hefur verið skipst á skoðunum en fátt hefur verið um raunverulegar samningaviðræður.

Báðir samningsaðilar eru sammála um að nú þurfi að auka kraftinn í viðræðunum. Til stendur að Bretland yfirgefi innri markað Evrópusambandsins í lok árs.

Breska ríkisstjórnin ákvað á föstudag að gera tilraun til að fá framlengingu á aðlögunartímabilinu um eitt til tvö ár til viðbótar.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi