Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Óttast aðra bylgju COVID-19

14.06.2020 - 07:17
epa08481472 A staffer works during the presentation of the B-Life mobile laboratory equipped with space technologies with the international partnership between the Piedmont Region and the European Space Agency aimed at preventing the spread of new coronavirus infections, in Turin, Italy, 12 June 2020. Satellite communications, geolocation, information deriving from Earth observation: there are many products and technologies resulting from space research that will allow us to communicate and map in real time the results of the tests for Covid-19 conducted thanks to B-Life, the mobile diagnostic laboratory developed in Belgium by the University of Leuven with the support of the European Space Agency (ESA) and now in the process of becoming operational in Piedmont.  EPA-EFE/TINO ROMANO
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Kínverjar tilkynntu mikla fjölgun kórónuveirusmita fyrr í dag. Jafnvel er óttast að hér marki fyrir upphafi annarrar bylgju faraldursins sem hefur gengið yfir heimsbyggðina undanfarna mánuði.

Meira en helmingur greindra smita voru innanlandssmit sem eiga upptök í fjölsóttum kjötmarkaði í Peking. Útgöngubann er enn í gildi í hluta borgarinnar.

Heyra má á íbúum borgarinnar að þeim er mjög brugðið enda var að sjá sem Kínverjum hefði tekist að hemja veiruna. Þessi framvinda færir heimsbyggðinni sömuleiðis nöturlega innsýn í þá erfiðleika sem jarðarbúar geta staðið frammi fyrir í baráttu sinni við COVID-19.

Tíðindin frá Kína berast á sama tíma og stór hluti ríkja Evrópu hefur í hyggju að opna landamæri sín varlega. Á heimsvísu hafa um 430 þúsund manns látist af völdum sjúkdómsins og enn sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum.

Auk þess er efnahagur margra ríkja í járnum vegna aðgerða sem grípa hefur þurft til vegna faraldursins.

Fjöldi skráðra tilfella hefur tvöfaldast á rúmum mánuði og nú fer kórónuveiran eins og eldur í sinu um Suður-Ameríku. Heilbrigðiskerfi landa álfunnar standa máttvana gegn vágestinum og vaxandi óróa gætir í stjórnmálalífinu þar.

Bandaríkin eru það ríki þar sem flestir hafa látist af völdum veirunnar og Brasilía færðist hratt upp í annað sætið á þeim vafasama lista. Enn hefur engin lækning fundist við COVID-19.

Þó hefur lyfjafyrirtækið AstraZeneca heitið Evrópuríkjum að verða þeim úti um 400 milljón skammta af bóluefni, þegar það verður tilbúið. Jafnvel er búist við svo verði fyrir lok ársins.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV