Ný bylgja mótmæla í Atlanta

14.06.2020 - 04:49
epa08484084 Protesters hold placards near the scene of an overnight police shooting which left a black man dead at a Wendy's restaurant in Atlanta, Georgia, USA, 13 June 2020. Atlanta Police Chief Erika Shields has stepped down in the wake of the shooting. The Georgia Bureau of Investigation is looking into the shooting of Rayshard Brooks, 27, after a reported struggle with officers ensued during which a Taser was used late 12 June 2020.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum, tilkynnti í gær að Erika Shields lögreglustjóri hefði ákveðið að stíga til til hliðar. Það gerist í kjölfar þess að lögreglumaður varð Rayshard Brooks, 27 ára þeldökkum manni, að bana við veitingastað í borginni.

Brian Kemp ríkisstjóri í Georgíu-ríki tilkynnti fyrr í nótt að málið verði rannsakað í þaula en lögreglumanninum sem skaut hefur nú verið vikið frá störfum.

 

Atburðarás síðasta föstudags hefur komið af stað nýrri bylgju mótmæla í borginni. Starfsfólk veitingastaðarins kallaði lögreglu til vegna þess að Brooks sat sofandi í bíl sínum.

Að sögn stöðvaði hann umferð að bílalúgu staðarins. Samkvæmt því sem kemur fram í skýrslu lögreglu reyndist Brooks vera undir áhrifum og streittist á móti þegar til stóð að handtaka hann.

Þar segir einnig að á eftirlitsmyndavél komi fram að maðurinn hafi gripið raflostbyssu eins lögreglumannsins og tekið á sprett með hana. Þá hafi lögreglumennirnir rokið af stað á eftir honum en Brooks hafi snúið sér við og beint raflostbyssunni að þeim.

Við það hleypti einn þeirra af skammbyssu sinni og felldi Brooks. Hann var fluttur í skyndingu á sjúkrahús þar sem hann andaðist. Eftir að fréttir bárust af andláti Brooks tók fólk að safnast saman við veitingastaðinn og víðar um borgina. Mótmælendur hafa til að mynda þyrpst að lögreglustöðvum. Lögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur við veitingastaðinn.

Fyrir skömmu var eldur borinn að veitingastaðnum og stendur hann í björtu báli. Svo óheppilega vill til að í næsta húsi er bensínstöð. Slökkviliðið hættir sér því ekki of nálægt og bíður átekta.

Lögmaður fjölskyldu hins látna fullyrðir að örlög hans bentu til þess að þjálfun lögreglumanna væri mjög ábótavant. Hann kveðst ekki taka mark á því að rafslostbyssa sé banvænt vopn og því hafi verið of langt gengið að hleypa af úr skammbyssu á Brooks.

Að sögn borgarstjóra sagði lögreglustjórinn því hún sér fyrir sér að Atlanta verði fyrirmynd þess hvernig raunverulegar umbreytingar gerist í landinu.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi