Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

3,4 stiga skjálfti við Bárðarbungu

Mynd með færslu
Bárðarbunga Mynd: Björn Oddsson - RÚV
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð aust-suðaustur af Bárðarbungu skömmu eftir klukkan hálf fimm í dag. Síðast mældist skjálfti af þessari stærðargráðu í Bárðarbungu 30. maí, hann var 3,5 að stærð.

Í þeirri viku mældust þrír skjálftar í Bárðarbungu. Í síðustu viku mældist þar tæpur tugur skjálfta, allir talsvert minni en sá sem varð í dag.

Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að einn eftirskjálfti hafi fylgt í kjölfarið. „En þarna er enginn gosórói eða neitt annað sjáanlegt,“ segir Bryndís. 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir