Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Pétur Jóhann biðst afsökunar

13.06.2020 - 22:46
Innlent · Grín · Rasismi · Uppistand
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon hefur beðist afsökunar á leikrænum athöfnum sínum í myndbandi sem fór víða um samfélagsmiðla fyrr í mánuðinum.

Pétur Jóhann var harðlega gagnrýndur fyrir „fordóma, rasisma og kvenfyrirlitningu" svo vitnað sé beint í orð Semu Erla Ser­d­ar, aðgerðasinna og formanns Solar­is, hjálp­ar­sam­taka fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólk á Íslandi. Hún var fyrst til að finna að við Pétur fyrir orð hans.

Ró­bert Ingi Douglas, leik­stjóri og upp­lýs­inga­stjóri Pírata tók undir orð Semu og það gerðu fleiri.

Í myndbandinu sést Pétur og heyrist herma eftir konu sem talar með asískum hreim. 

Pétur segir í Facebook-færslu fyrr í kvöld að hann hafi engan ætlað að særa, hann hafi lært af málinu og umfjöllun um það og biðst loks afsökunar á orðum sínum.

Fjölmargt fólk hefur lagt orð í belg á síðu Péturs Jóhanns og honum hrósað fyrir að stíga fram og biðjast forláts.

Einhverjir hvetja hann til að halda áfram að grínast en öðrum þykir afsökunarbeiðnin koma seint og að hún sé ekki sannfærandi.