Mikil fjölgun kórónuveirutilfella í Peking

13.06.2020 - 04:48
Erlent · COVID-19 · Kína
Mynd með færslu
 Mynd: webmd
Yfirvöldum í Kína er brugðið eftir að sprenging varð í fjölda kórónuveirutilfella í suðurhluta höfuðborgarinnar Peking.

Upplýst hefur verið að fjölda íbúa þar hafi verið skipað að loka sig af vegna nýtilkominnar og mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar.

Upphafið að smitinu er rakið til nærliggjandi kjötmarkaðar en sjö tilfelli hafa beinlínis verið rakin til hans.

Níu skólum hefur verið lokað vegna þessa. Frekari frétta er beðið.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi