Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fíkniefni seld á dulkóðuðum samskiptasíðum

Mynd með færslu
Fíkniefnasala Mynd: Á allra vörum
Sífellt stærri hluti fíkniefnasölu fer fram á samfélagsmiðlum. Fyrir nokkrum árum var Facebook algengasta forritið í slíkum viðskiptum, en nú fara þau að mestu leyti fram í gegnum forritið Telegram, þar sem hægt er að koma fram undir nafnleynd. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Sara Mjöll Vatnar Skjaldardóttir gerði í MA-námi sínu í félagsfræði í Háskóla Íslands. 

Sara Mjöll segir að ekki liggi fyrir hversu hátt hlutfall fíkniefnasölu fari fram með þessum hætti en einn viðmælenda hennar hafi fullyrt að hlutfallið sé um 90%.

„Það er eiginlega ómögulegt að segja með vissu hversu hátt hlutfall það er, en það er nú alveg óhætt að segja að  meirihlutinn af sölu fari fram í gegnum samfélagsmiðla eða snjallforrit,“ segir Sara Mjöll.

Hún segir að fyrir nokkrum árum hafi Facebook verið sá samfélagsmiðill sem helst var notaður í þessum tilgangi. Það hafi breyst vegna þess að þar sé ekki hægt að dulkóða samskiptin. Notendur hafi fært sig yfir á miðil eins og Telegram sem er notaður til að tryggja öryggi notenda í nafnleynd. 

Yngra fólk líklegra til að nota samfélagsmiðla

Hefur orðið aukning; að fólk sé að nota þessar leiðir til að kaupa og selja fíkniefni? „Viðmælendur mínir vildu meina að þetta væri leiðin í dag til að verða sér úti um efni,“ segir Sara Mjöll

Hún segir að rannsókn hennar sýni að yngra fólk sé líklegra til að kaupa og selja fíkniefni með þessum hætti en þeir eldri. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu litlar áhyggjur viðmælendur hennar höfðu af hugsanlegum afleiðingum þess að upp um athæfi þeirra kæmist. „Það má álykta af þeirra svörum að afskipti lögreglu hafi ekki haft nægileg áhrif til að hætta með sölu og kaup.“
 

Sara Mjöll Vatnar Skjaldardóttir
Sara Mjöll Vatnar Skjaldardóttir

Yngra fólk líklegra til að kaupa fíkniefni á samfélagsmiðlum

Hún segir að fyrir nokkrum árum hafi Facebook verið sá samfélagsmiðill sem helst var notaður í þessum tilgangi. Það hafi breyst vegna þess að þar sé ekki hægt að dulkóða samskiptin. 

„Notendur hafa fært sig yfir á miðil eins og Telegram sem er notaður til að tryggja öryggi notenda í nafnleynd,“ segir Sara Mjöll. Hún segir að viðmælendur hennar í rannsókninni hafi sagt að þetta væri helsta leiðin í dag til að verða sér úti um fíkniefni.

Sara Mjöll segir að rannsókn hennar sýni að yngra fólk sé líklegra til að kaupa og selja fíkniefni með þessum hætti en þeir eldri. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu litlar áhyggjur viðmælendur hennar höfðu af hugsanlegum afleiðingum þess að upp um athæfi þeirra kæmist. „Það má álykta af þeirra svörum að afskipti lögreglu hafi ekki haft nægileg áhrif til að hætta með sölu og kaup,“ segir hún.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir