Úrvalsdeildirnar í fótbolta hefjast í kvöld og á morgun

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Úrvalsdeildirnar í fótbolta hefjast í kvöld og á morgun

12.06.2020 - 11:41
Úrvalsdeild kvenna í fótbolta hefst í kvöld með einum leik. Valur og KR mætast á Origo-vellinum klukkan 19:15.

Fyrsta umferðin í deildinni verður öll leikin um helgina, þrír leikir á laugardag og einn á sunnudag.  Úrvalsdeild karla í fótbolta hefst svo annað kvöld. Þá mætast einnig Valur og KR, klukkan átta, sömuleiðis á heimavelli Vals. Þá verða þrír leikir á sunnudag og tveir á mánudag í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla.

Fyrsta umferð - úrvalsdeild kvenna:
12.júní kl. 19:15  Valur - KR
13. júní kl. 13:00 Breiðablik - FH
13. júní kl. 15:00 Þór/KA - Stjarnan
13. júní kl. 17:00 Fylkir- Selfoss
14. júní kl. 16:00 ÍBV - Þróttur R.

Fyrsta umferð - úrvalsdeild karla:
13. júní kl. 20:00 Valur - KR
14. júní kl. 15:45 ÍA - KA
14. júní kl. 18:00 HK - FH
14. júní kl. 20:15 Breiðablik - Grótta
15. júní kl. 18:00 Víkingur R. - Fjölnir
15. júní kl. 19:15 Stjarnan - Fylkir

Tengdar fréttir

Fótbolti

Væri kjánalegt að hafa önnur markmið en að vinna mótið

Fótbolti

Breiðabliki og Val spáð titlinum

Fótbolti

„Leikur fólksins en ekki sjónvarpsins“

Fótbolti

Býst við sex liða toppbaráttu