Tekur fram skóna með uppeldisfélaginu eftir 4 ára hlé

Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Hilmarsson - Twitter

Tekur fram skóna með uppeldisfélaginu eftir 4 ára hlé

12.06.2020 - 13:41
Kristján Gauti Emilsson hefur samið við uppeldisfélagið sitt FH út árið 2020. Kristján lagði skóna óvænt á hilluna fyrir fjórum árum aðeins 23 ára gamall.

Kristján Gauti er 27 ára og uppalin í FH. Hann var mjög efnilegur á sínum tíma og sautján ára gamall samdi hann við Liverpool. Hann var þar til 2012 þegar  hann snéri aftur til FH.

Árið 2014 samdi hann við hollenska félagið NEC Nijmegen og var á mála þar þangað til í janúar 2016 þegar hann ákvað að hætta í fótbolta og hefur hann ekki spilað fótbolta síðan þá. Ekki kom fram á sínum tíma hvers vegna hann hætti og hann hefur ekki viljað tjá sig um það opinberlega hingað til.

Kristján Gauti er sóknarmaður sem hefur skorað 10 mörk í 49 leikjum hér á landi.

Tengdar fréttir

Íslenski fótboltinn

Úrvalsdeildirnar í fótbolta hefjast í kvöld og á morgun

Fótbolti

Breiðabliki og Val spáð titlinum

Fótbolti

Býst við sex liða toppbaráttu