Ásgeir – Minning
Í febrúar gaf tónlistarmaðurinn Ásgeir út þriðju breiðskífu sína og til stóð að hann myndi verja mestum hluta ársins erlendis við að kynna plötuna á tónleikaferðalögum. Svo fór sem fór og Ásgeir ætlar þess í stað að halda 13 tónleika víðs vegar um landið í júlí.