Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Hefur greitt bætur vegna 1.897 starfsmanna í sóttkví

12.06.2020 - 10:20
Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Vinnumálastofnun hefur nú greitt út 81 milljónir króna vegna einstaklinga sem misst hafa úr vinnu vegna kórónaveirunnar. 

Lög sem samþykkt voru á þingi í vor gera ráð fyrir atvinnurekendur greiði því starfsfólki, sem fara þarf í sóttkví laun og sæki síðan endurgreiðslu til Vinnumálastofnunnar. 

Alls hafa 1.074 umsóknir vegna tæplega nítjánhundruð starfsmanna borist stofnuninni.

Unnur Sverrisdóttir,  forstjóri Vinnumálastofnunnar, segir endurgreiðslur vegna þessa ganga vel.  „Það er miklu minna af umsóknum en við bjuggumst við,“ segir hún.

Þá séu þessar umsóknir líka unnar í nýju tölvuforriti sem geri þær mun auðveldari í vinnslu.