Frakkar opna fyrir lönd utan Schengen

12.06.2020 - 22:53
epa07919360 French Foreign Affairs Minister, Jean-Yves Le Drian speaks to reporters as he arrives for the Foreign Affairs Council in Luxembourg, 14 October 2019. The Foreign Affairs Council will start with a discussion on current affairs and will discuss Turkey's continued drilling activities in the Eastern Mediterranean.  EPA-EFE/JULIEN WARNAND
Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands. Mynd: EPA-EFE - EPA
Frakkar munu opna landamæri sín 1. júlí fyrir fólki frá löndum utan Schengen-svæðisins. Þetta tilkynntu innanríkis- og utanríkisráðherra landsins í sameiginlegri yfirlýsingu í kvöld.

„Opnunin verður í þrepum og mun taka mið af stöðu faraldursins í viðkomandi löndum og af þeim ákvörðunum sem verða í gildi í Evrópu á þeim tíma,“ sagði í yfirlýsingu þeirra  Jean-Yves Le Drian utanríkisráðherra og innanríkisráðherrans Christophe Castaner. 

Frakkar lokuðu landamærum sínum um miðjan mars og þá var íbúum landsins nánast meinað að fara út úr húsi nema nauðsyn bæri til. 

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi