
Yfir 6000 manns haft samband við lögmann vegna Ischgl
Dagens Nyheter greinir frá og segir að í vor hafi lögmaðurinn, Peter Kolba, safnað vitnisburðum og kvörtunum frá ferðalöngum sem smituðust af COVID-19 í Ischl og nálægum skíðasvæðum. Hann segir að ef skíðasvæðinu hefði verið lokað viku fyrr hefði mátt koma í veg fyrir að þúsundir veiktust.
Í lok maí hafi alls 6.151 maður frá 47 löndum verið búinn að hafa samband. Alls höfðu 151 þeirra orðið það veikur að hafa þurft að leggjast inn á spítala og 27 látið lífið. Í hópnum öllum eru yfir 250 Norðurlandabúar.
Þýsk rannsókn sýnir að enginn annar atburður hafi leitt af sér jafn mikinn fjölda smita í Þýskalandi og heimkoma ferðalanga frá Ischgl. Stjórnvöld í Tíról hafa skipað óháða nefnd til að rannsaka hvers vegna það hafi tekið svo langan tíma fyrir yfirvöld að bregðast við og hver beri ábyrgð á því.