BBC segir frá. Útgáfan, sem nú heitir One Little Independent, var stofnuð árið 1985 af liðsmönnum nokkurra anarkó-pönkhljómsveita. „Undanfarnar vikur hafa verið gríðarlega lærdómsríkar,“ segir Berrett í yfirlýsingunni á Instagram. Þar segir hann að nafn útgáfunnar og einkennismerki hafi verið hugsað sem virðingarvottur við menningu bandarískra frumbyggja. Hann hafi hins vegar séð að sér eftir að bréf frá aðdáanda útlistaði hvernig heitið væri meiðandi. „Ég bið alla þá sem nafnið hefur sært innilegrar afsökunar. Ég átta mig á að nafnið hefur stuðlað að rasisma og hefði átt að endurskoða það fyrir löngu.“