Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Ragnar með næstmest seldu kiljuna í Þýskalandi

Mynd með færslu
 Mynd: Bjartur - Veröld

Ragnar með næstmest seldu kiljuna í Þýskalandi

11.06.2020 - 11:31

Höfundar

Dimma eftir Ragnar Jónasson er næstmest selda kilja vikunnar í Þýskalandi, samkvæmt metsölulista Der Spiegel.

Þetta er þriðja vika skáldsögunnar Dimmu á lista, hún fór fyrst í 14. sæti, svo upp í það sjötta í síðustu viku og nú í annað sæti. Í mars komst Dimma í efsta sæti á glæpasagnalistanum í Frakklandi.

Að sögn útgefanda Ragnars á Íslandi hefur íslensk skáldsaga aðeins einu sinni áður komist svo hátt á listanum. Það var bók Arnaldar Indriðasonar, Napóleonsskjölin, sem fór í annað sæti í ársbyrjun 2005.

Þýska forlagið fer þá óvenjulegu leið við útgáfu á þríleik Ragnars um lögreglukonuna Huldu að fyrsta bókin, Dimma, kom út núna í maí, Drungi sem er önnur í röðinni er væntanleg í júlí og Mistur í september.

Bókin kom fyrir skemmstu út á ensku. Fékk hún afar jákvæðan dóm í The Times þar sem gagnrýnandi segir Ragnar vera á meðal bestu glæpasagnahöfunda.  Í nóvember valdi blaðið Drunga, aðra bókina í þríleiknum, eina af fimm bestu glæpasögum ársins og þegar Dimma kom út skipaði gagnrýnandi Sunday Times Huldu á bekk með mögnuðustu tragísku kvenpersónum í glæpasögum samtímans.

Greg Silverman, fyrrverandi forstjóri kvikmyndarisans Warner Brothers, tryggði sér réttinn á Dimmu fyrir ári og undirbýr nú sjónvarpsþáttaröð eftir bókinni.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Hefur selt yfir milljón bækur: „Þetta er alveg galið“

Bókmenntir

Hryllileg huggulegheit og kósý krimmar í heimsfaraldri

Bókmenntir

Dimma Ragnars meðal bóka ársins í Svíþjóð

Bókmenntir

Langbesta bók Ragnars Jónassonar