Hópur Íslendinga í stiklu Euro-myndar Will Ferrell

Mynd með færslu
 Mynd: Youtube - samsett

Hópur Íslendinga í stiklu Euro-myndar Will Ferrell

11.06.2020 - 15:23

Höfundar

Fjöldi Íslendinga fer með hlutverk í kvikmynd streymisveitunnar Netflix um Eurovision og hefur ný stikla nú verið birt.

Streymisveitan Netflix hefur birt stiklu fyrir kvikmyndina Eurovision Song Contest: The Story Of Fire Saga, sem verður aðgengileg frá og með 26. júní næstkomandi. Horfðu á stikluna hér fyrir neðan.

Myndin er með Will Ferrell og Rachel McAdams í aðalhlutverkum og fjallar um þátttöku Íslands í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva á áttunda áratugnum.

Fjöldi Íslendinga fer með hlutverk í myndinni og í stiklunni má meðal annars sjá Nínu Dögg, Guðmund Þorvaldsson og Ólaf Darra Ólafsson bregða fyrir. Þá bregður Háskóla Íslands fyrir ásamt því að svo virðist sem Will Ferrell leiki stöðumælavörð í myndinni.

Tengdar fréttir

Tónlist

Eurovision-lag Wills Ferrells komið út

Tónlist

Ítalía fær 12 stig – Will Ferrell tilkynnti val Íslands