Þetta kemur fram í viðtali sem fréttastofa átti við Bjarna síðdegis. Bjarni sagði á Facebook í dag að fjármálaráðuneytið íslenska hefði tilnefnt konu og tvo að auki. Hann vildi í viðtalinu ekki tilgreina hverjir það væru, þetta hefði verið gert í óformlegu tali og viðkomandi ekki endilega vitað af því. „En við töldum að það kynni að vera áhugi til staðar ef á reyndi.“
Það er viðtekin venja að stýrinefnd sem fjármálaráðuneytin á Norðurlöndum móta ráði ekki bara ritstjórann heldur efnistökum í blaðinu, segir Bjarni. Samráð er haft um ritstjóra. Íslenska fjármálaráðuneytið vildi ekki Þorvald þótt svo önnur Norðurlönd hefðu stungið upp á honum. „Ég tel að hann sé ekki heppilegur samstarfsaðili fyrir okkur. Með hans digru yfirlýsingum á undanförnum árum hafi hann mjög vel sýnt það í verkefni að hann hefur hvorki stutt ríkisstjórnir sem hér hafa setið, harkalega mótmælt þeim. Við vildum einfaldlega í fyrsta lagi leggja til konu sem við settum fram sem okkar fyrsta valkost. Við vildum fá yngra fólk. Það eru margir aðrir valkostir en Þorvaldur.“