Breiðabliki og Val spáð titlinum

Mynd með færslu
Breiðablik varð síðast meistari 2015 - nú virðist sem Íslandsmeistaratitillinn endi í Kópavogi. Mynd: RÚV

Breiðabliki og Val spáð titlinum

11.06.2020 - 13:20
Árleg spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaga í efstu deildum í fótbolta var gerð kunn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Val og Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum.

Karlaliði Vals er spáð Íslandsmeistaratitlinum en liðið fékk 406 stig í spánni. Ríkjandi Íslandsmeistarar KR fengu 373 stig og Breiðablik einu stigi minna, 372. Nýliðum Fjölnis og Gróttu er þá spáð falli.

Í kvennaflokki er Breiðabliki spáð titlinum með 284 stig. Selfossi er óvænt spáð öðru sætinu á undan ríkjandi meisturum Vals en aðeins einu stigi munar á liðunum í spánni. Nýliðum Þróttar er spáð falli ásamt ÍBV.

Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna í Pepsi Max deild karla:

1. Valur 406 stig
2. KR 373
3. Breiðablik 372
4. FH 311
5. Stjarnan 300
6. Víkingur R. 269
7. ÍA 212
8. Fylkir 171
9. KA 136
10. HK 107
11. Fjölnir 84
12. Grótta 69

Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna í Pepsi Max deild kvenna:

1. Breiðablik 284 stig
2. Selfoss 252
3. Valur 251
4. Fylkir 190
5. KR 178
6. Stjarnan 147
7. Þór/KA 124
8. FH 91
9. ÍBV 86
10. Þróttur 48