Átta ára til rannsóknar vegna leikfangaseðla

11.06.2020 - 11:54
epa07957759 A police car parks in front of the municipal hospital north in Dortmund, Germany, 29 October 2019. Following his opening speech at the Digital Summit, German Minister of Economy and Energy Peter Altmaier (CDU) fell off a stage and was taken to hospital injured. Prior to the event, Altmaier had announced plans for a European cloud network. Under the title ?Gaia X?, he wants to offer a secure and trustworthy data infrastructure together with partners from Germany and Europe. The project is to be an alternative in Europe for the offers of the Internet giants Amazon, Microsoft or Google.  EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Svissneska lögreglan tók átta ára dreng til rannsóknar eftir að hann fór með leikfangapeningaseðil út í búð og spurði hvort hann gæti borgað með þeim.

Svissneska blaðið Basler Zeitung segir seðillinn hafa verið evru útgáfa af svo nefndum anda peningum, kínverskum pappírsseðlum sem brenndir eru við jarðafarir til að tryggja hinum látna hamingju í handanheimum.

Drengurinn var ekki ákærður fyrir, en nafn hans mun engu að síður vera á skrá hjá lögreglu þar til í maí 2032.

Guardian segir pappírsseðlunum hafa verið dreift á hátíð sem haldin var í bænum Sissach í byrjun mars, en svissneskir frank eru gjaldmiðill Svisslendinga. Seðlarnir voru prentaðir á venjulegan pappír og skreyttir kínverskum táknum.

Drengurinn týndi upp nokkra slíka seðla á hátíðinni ásamt bróður sínum og nágrannastúlku. Það var svo í lok apríl sem börnin fóru í verslun í þorpinu sem þau búa í og spurði drengurinn hvort þau gætu borgað með peningnum.

Þó seðillinn væri augljóslega leikfangaseðill taldi starfsfólk verslunarinnar sér  skylt að kalla á lögreglu. „Það er stefna okkar og okkur var skipað að gera þetta af höfuðstöðvunum í Winterthur," sagði verslunarstjórinn Tanja Baumann.
 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi