Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Útbjó fylltar ólífur á skurðarborðinu

10.06.2020 - 13:47
epa05653863 Olives on a tree before harvesting on an olive grove at the Domaine 'Mas Dieu', an olive oil producing group of five farmers near the village of Montarnaud, Southern France, 30 November 2016. 
The olive grove covers 50 hectares and contains 14000 olive trees. Regional farmers are harvesting their olives this year from November until January 2017.  EPA/GUILLAUME HORCAJUELO
 Mynd: EPA
Sjúklingar sem undirgangast heilaskurðaðgerð eru stundum beðnir um hluti á borð við að spila á hljóðfæri á meðan aðgerðin er framkvæmd. Ekki er hins vegar vitað til þess að ólífur hafi verið fylltar á skurðstofunni fyrr en nú.

BBC segir heilskurðlækninga á Ancona Riuniti spítalanum á Ítalíu hins vegar hafa fengið sjúkling til að gera einmitt þetta. Sjúklingurinn var sextug kona og verið var að fjarlægja æxli af vinstra heilahveli hennar. Aðgerðin tók um klukkutíma og á þeim tíma útbjó sjúklingurinn 90 ascoli ólífur. 

Sjúklingar eru stundum látnir vera vakandi á meðan heilaskurðaðgerð er framkvæmd á viðkvæmum svæðum þar sem hætta er á að skaða taugar tengdar sjón, hreyfingu eða máli. Skurðlæknarnir sem framkvæmdu aðgerðina nú hafa komið að einum 60 slíkum aðgerðum og hefur enginn sjúklinganna valið viðlíka verkefni.

Ascoli ólífur eru  ólífur sem vafið er utan um kryddað kjöt og þeim því næst velt upp úr hveiti, eggjum og brauðmylsnu áður en þær eru djúpsteiktar.

 

Anna Sigríður Einarsdóttir