Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sveinn Margeirsson nýr sveitarstjóri Skútustaðahrepps

10.06.2020 - 13:31
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps staðfesti á fundi sveitarstjórnar í dag að ráða Svein Margeirsson í starf sveitarstjóra. Hann tekur við af Þorsteini Gunnarssyni sem hefur verið ráðinn borgarritari. Alls barst 21 umsókn um starfið, en tveir drógu umsóknir sínar til baka. 

Í tilkynningu frá Skútustaðahreppi segir að SVeinn hafi doktorspróf í iðnaðarverkfræði og starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði nýsköpunar og stefnumótunar fyrir sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök síðan 2019.  Þar á undan gegndi hann starfi forstjóra, sviðsstjóra og deildarstjóra hjá Matís í 11 ár.

Sveinn hefur störf sem sveitarstjóri Skútustaðahrepps þann 1. ágúst, en umsækjendur um starfið voru eftirfarandi:

 • Ásbjörn Ólafur Ásbjörnsson
 • Berglind Ragnarsdóttir
 • Bjarni Jónsson
 • Björgvin Harri Bjarnason
 • Einar Örn Thorlacius
 • Glúmur Baldvinsson
 • Grétar Ásgeirsson
 • Gunnar Örn Arnarson
 • Gunnlaugur A. Júlíusson
 • Jón Hrói Finnsson
 • Jónína Benediktsdóttir
 • Ólafur Kjartansson
 • Páll Línberg Sigurðsson
 • Rögnvaldur Guðmundsson
 • Sigurður Jónsson
 • Siguróli Magni Sigurðsson
 • Skúli H. M. Thoroddsen
 • Sólborg Lilja Steinþórsdóttir
 • Sveinn Margeirsson