Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Nýir sjúkrabílar verða gulir

Mynd með færslu
 Mynd: Baus advanced technologies - Rauði krossinn
Íslenskir sjúkrabílar fá brátt alveg nýtt útlit. Tuttugu og fimm nýir sjúkrabílar verða fluttir til landsins síðar í sumar. Þeir eru fagurgulir og með svokallaðri Battenburg-merkingu.

Bílarnir eru af tegundinni Mercedes Benz Sprinter og eru þeir í framleiðslu um þessar mundir. Battenburg-merkingin er köflótt mynstur og rendur og er ætlað að auka sýnileika bifreiðanna enn frekar. Það er meðal annars notað á lögreglu-, slökkvi- og sjúkrabíla í Bretlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Í júlí í fyrra gengu Sjúkratryggingar Íslands og Rauði Krossinn frá samkomulagi sem gerir ráð fyrir að endurnýja 68 bíla fyrir árslok 2022. Sjúkratryggingar gengu síðan frá samningum við Fastus ehf. um kaup á 25 nýjum sjúkrabílum í nóvember.

Rauði krossinn á og rekur sjúkrabílaflota landsins og hefur gert í um 90 ár.

Hér má sjá myndir af nýju bílunum: