Mörg hundruð þúsund heimsóttu Færeyjar

10.06.2020 - 00:26
Mynd með færslu
 Mynd: COPYRIGHT© 2015 VISIT FAROE ISL
Allt frá því í apríl hafa 700 þúsund manns frá 197 löndum heimsótt Færeyjar. Tæknin hefur gert þessar miklu heimsóknir á tímum kórónuveirunnar mögulegar.

Yfir þúsund þessara gesta hafa getað skoðað eyjarnar með leiðsögumanni í gegnum myndavél og með hjálp fjarstýringar.

Sýndarveruleikaferðamennirnir í Færeyjum „stjórna” ferðalaginu með því að nota tölvuna sína eða snjalltækið til að ganga um, hoppa eða hlaupa um eyjarnar í klukkutíma langri ævintýraferð.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi