Icelandair vill losna undan kaupum á 10 Max-vélum

10.06.2020 - 06:26
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Stjórnendur Icelandair Group skoða nú hvort að fyrirtækið geti komist undan kaupskyldu á Boeing 737-Max flugvélunum sem fyrirtækið á inni pöntun hjá Boeing flugvélaframleiðandanum fyrir. 

Morgunblaðið greinir frá þessu og segir Icelandair nú þegar hafa veitt sex vél­um, sem kyrr­sett­ar hafa verið frá því í mars í fyrra, viðtöku.

Samn­ing­ar Icelanda­ir við Boeing eru hins vegar sagðir tryggja að fé­lagið sé ekki bundið af því að veita viðtöku þeim þrem­ur vél­um sem  átti að af­hent­a á fyrsta árs­fjórðungi síðasta árs. Það var í mars í fyrra sem allar vélar þessarar tegundar voru kyrrsettar í kjölfar mannskæðra flugslysa.

Stjórn­end­ur Icelandair eru hins vegar nú sagðir telja sig hafa gilda ástæðu til að ganga út úr samn­ing­un­um um þær sjö vél­ar sem af­henda átti í ár og á næsta ári. Segist blaðið hafa heimildir fyrir því að forsvarsmenn fyrirtækisins telji heillavænlegra á þessum tímapunkti að notast áfram við Boeing 757-200 vélarnar. 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi