Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Glassman hættir hjá Crossfit

Mynd með færslu
 Mynd: Þórhildur Erla - RÚV

Glassman hættir hjá Crossfit

10.06.2020 - 08:36
Greg Glassman, eigandi og framkvæmdastjóri Crossfit, hefur nú látið af störfum hjá samtökunum í kjölfar háværra mótmæla gegn rasískum ummælum sem hann hafði uppi.

Glassman líkti mótmælum í Bandaríkjunum vegna morðsins á George Floyed við kórónaveirufaraldurinn með því að vísa til mótmælanna á Twitter sem Floyd-19. Orð hans hafa dregið mikinn dilk á eftir sér og hafa fjölmargar Crossfit-stöðvar víða um heim slitið samstarf við hann og það sama hefur fjöldi auglýsenda, styrktaraðila og íþróttamanna gert. 

Í gær bættist æfingastöðin Crossfit Reykjavík í þennan hóp, en Annie Mist Þóristdóttir tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit er meðal eigenda stöðvarinnar. Sagði hún í samtali við RÚV í gær ummælin hafa skapað bæði reiði og sárindi.

BBC segir Glassmann hafa viðurkennt í gær, á útfarardegi Floyd, að orð hans hafi skapað gjá í Crossfit samtökunum og hann muni þess vegna segja af sér. 

Á laugardag bjó ég til gjá í Crossfit samtökunum og særði fjölda félaga án þess að ætla mér það,“ sagði í yfirlýsingu hans. „Ég get ekki látið hegðun mína standa í vegi fyrir verkefnum höfuðstöðvanna eða tengdra félaga.“

 

Tengdar fréttir

Íþróttir

„Fólk er reitt og sárt“

Íþróttir

Katrín og Annie Mist fordæma ummæli CrossFit-stjóra