Finnair vill 75 milljarða frá fjárfestum

10.06.2020 - 09:21
Mynd með færslu
 Mynd: Pexels.com
Finnair vonast til að ná inn 500 milljónum evra, eða tæpum 75 milljörðum íslenskra króna, frá núverandi hluthöfum með útboði sem hófst í dag. Likt og önnur flugfélög hefur Finnair farið illa út úr kórónaveirufaraldrinum.

Reuters greinir frá og segir  fjármagnið sem Finnair vonast til að ná inn nú næstum jafngilda núverandi markaðsvirðis flugfélagsins. Hafa forsvarsmenn Finnair sagt flugfélagið tapa um tveimur milljónum evra á dag á meðan að 90% af flugflota þess bíður hreyfingarlaus á flugbrautinni. 

Finnska ríkið er meirihlutaeigandi í flugfélaginu og á því 56% hlut.

Flugfélög um heim allan hafa lent í fjárhagsörðugleikum í kjölfar kórónaveirufaraldursins. Icelandair er í þeim hópi og hefur áður verið greint frá því að forsvarsmenn Icelandair vonast til ná inn að 200 milljónum dollara, eða um 27 milljörðum króna, í nýju hlutafé með fyrirhuguðu útboði sínu.

 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi