Blaðið hluti af stofnanavæddum fordómum í garð svartra

epaselect epa08476206 Protesters take a knee with San Francisco Mayor London Breed in silence for eight minutes and forty-six seconds to participate in a social distance, Kneeling for Justice, and a memorial and celebration of George Floyd at City Hall in San Francisco, California, USA, 09 June 2020. A bystander's video posted online on 25 May, appeared to show George Floyd, 46, pleading with arresting officers that he couldn't breathe as an officer knelt on his neck. The unarmed Black man later died in police custody and all four officers involved in the arrest have been charged and arrested.  EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Vísindatímaritið Nature tilkynnti í dag frestað hefði verið birtingu þeirra greina sem áttu að koma út í dag. Tímaritið vildi með þessu taka þátt í mótmælum gegn stofnanavæddum fordómum fræðasamfélagsins í garð svartra.

Tugir stofnana í Bandaríkjunum og Evrópu taka í dag þátt í mótmælum gegn kynþáttafordómum innan fræðasamfélagsins undir myllumerkjunum #ShutDownAcademia og #ShutdownSTEM, sem vísar til vísinda, tækni, verkfræði- og stærðfræði.

Mótmælin eiga rætur sínar í Black Lives Matter-hreyfingunni og mótmælum sem hófust í kjölfar þess að George Floyd var drepinn af lögreglumanni í borginni Minneapolis í lok síðasta mánaðar.

Nature segir í leiðara sínum að tímaritið sé hluti vandans og viðvarandi skorti á fjölbreytileika þegar kemur að vísindarannsóknum. Nature sé „ein þeirra hvítu stofnanna sem beri ábyrgð á hlutdrægni í rannsóknum og styrkjum.“ 

„Vísindasamfélagið hefur verið, og er enn, samsekt um kerfisbundna kynþáttafordóma og verður að leggja sig meira fram um að leiðrétta þetta óréttlæti og magna upp raddir þeirra sem eru á jaðrinum,“ sagði í leiðaranum.

Svartir eru í miklum minnihluta vísindamanna innan alþjóðafræðasamfélagsins. Þannig sýni nýleg könnun bandarísku eðlisfræðistofnunarinnar að innan við 5% þeirra sem útskrifast með BSc.-gráðu í eðlisfræði séu svartir.

 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi