Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fundu 280 kannabisplöntur í haughúsi

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Lögreglumenn á Suðurlandi fundu 280 kannabisplöntur í haughúsi á bæ í Árnessýslu síðastliðinn föstudag. Tvennt var handtekið vegna málsins.

Húsleit var gerð á bænum að undangengnum úrskurði dómara og fundust plönturnar í kjallara hússins.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi voru plönturnar nokkuð stórar og við það að verða tilbúnar til neyslu. Ekki fundust neysluskammtar á bænum. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir fólkinu, málið er nú til rannsóknar og á viðkvæmu stigi að sögn lögreglu.