Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Yfir 20 stiga hiti í fyrsta sinn á árinu

08.06.2020 - 15:36
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Þau tíðindi urðu í dag að hitastig fór í fyrsta sinn yfir tuttugu stig það sem af er ári. Hiti mældist 20,5 stig í Ásbyrgi kl. 14.20.

Hæsti hiti sem áður hafði mælst á landinu í ár var slétt 20 stig í Skaftafelli á hádegi 3. júní. Í dag fór hiti í fyrsta sinn yfir 20 stig.

Það eru frekari hlýindi í kortunum, helst norðaustantil, en á föstudag og laugardag gera spár ráð fyrir að hiti nái þar allt að 22 stigum.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV