Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Fyrrverandi þingmaður vill verða dómari

08.06.2020 - 23:33
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
14 sækja um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Meðal umsækjenda er Höskuldur Þórhallsson lögmaður og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins.

Höskuldur sat á Alþingi árin 2007-2016 fyrir Norðausturkjördæmi og sneri sér að lögmennsku þegar hann hætti á þingi.

Umsækjendur um embættið eru í stafrófsröð: 

 

 • Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður
 • Guðfinnur Stefánsson, aðstoðarmaður héraðsdómara
 • Guðmundína Ragnarsdóttir, lögmaður
 • Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor
 • Herdís Hallmarsdóttir, lögmaður
 • Höskuldur Þórhallsson, lögmaður
 • Ingi Tryggvason, lögmaður
 • Ingólfur Vignir Guðmundsson, lögmaður
 • Ólafur Egill Jónsson, aðstoðarmaður héraðsdómara
 • Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lektor
 • Sigurður Jónsson, lögmaður
 • Sólveig Ingadóttir, aðstoðarmaður héraðsdómara
 • Súsanna Björg Fróðadóttir, aðstoðarsaksóknari
 • Þórhallur Haukur Þorvaldsson, lögmaður

Embættið var auglýst til umsóknar 24. apríl og rann umsóknarfrestur út 11. maí. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 31. ágúst. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að umsóknirnar séu nú til meðferðar hjá dómnefnd sem fjalli um hæfni umsækjenda. 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir