Einn ritstjóra NYT hættir vegna gagnrýni samstarfsmanna

08.06.2020 - 13:37
Mynd með færslu
 Mynd: wallpaperflare
Einn af ritstjórum bandaríska dagblaðsins New York Times sagði upp störfum í gærkvöld eftir harða gagnrýni samstarfsmanna sinna.

Uppsögnin er afleiðing þess að ritstjórinn, James Bennet, birti í síðustu viku aðsenda grein frá Tom Cotton, öldungadeildarþingmanni Repúblikana, þar sem hann hvetur til þess að hernum verði beitt gegn mótmælendum í Bandaríkjunum, sem hafa mótmælt drápinu á George Floyd.

James Bennet varði ákvörðun sína með því að blaðinu bæri skylda til þess að vera vettvangur fjölbreyttra skoðana. 800 starfsmenn New York Times mótmæltu birtingunni og margir þeirra birtu færslu á Twitter þar sem þeir sögðu að birting greinarinnar gæti stefnt þeldökkum sem starfa hjá blaðinu í hættu.
 

johannhlidar's picture
Jóhann Hlíðar Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi