Dauðsföll af völdum kórónaveirunnar eru orðin fleiri en 400.000 og tilfellum fer enn fjölgandi í Brasilíu og á Indlandi samkvæmt Reuters fréttaveitunni.
Um fjórðungur dauðsfallanna hefur orðið í Bandaríkjunum, en þeim fer þó hratt fjölgandi í Suður-Ameríku.
Jafnmargir hafa nú látist úr COVID-19 á fimm mánaða tímabili og létust úr malaríu allt árið á undan, en malaría er með mannskæðustu sjúkdómum í heimi.
Staðfest kórónuveirutifelli nálgast nú að vera orðin sjö milljónir og eru um 30% tilfellanna, eða tvær milljónir í Bandaríkjunum. Næstflest eru tilfellin orðin í Suður-Ameríku og eru það 15% allra tilfella.