Trump kallar þjóðvarðliðið frá Washington

07.06.2020 - 21:27
epa08470400 A boy and man participate in a protest near the White House, where there has been a week of protests over the death of George Floyd, who died in police custody, in Washington, DC, USA, 06 June 2020. Cities across the United States are expecting large protests Saturday over the death of George Floyd in police custody.  EPA-EFE/SARAH SILBIGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að hann ætli að kalla þjóðvarðliðið frá Washington. Verulega hefur nú verið dregið úr öryggisaðgerðum vegna mótmæla undanfarinna daga og fara þau nú að mestu friðsamlega fram. 

Þannig segir BBC  yfirvöld í New York hafa tilkynnt að útgöngubann sem hefur verið í gildi í borginni undanfarna viku verði nú aflétt. 

Mótmælin sem hafa staðið yfir í 13 daga  hófust í kjölfar þess að George Floyd var drepin af lögreglumanni í borginni Minneapolis í byrjun síðustu viku. Þau hafa síðan breiðst út fyrir Bandaríkin og var áfram mótmælt í borgum í Evrópu í dag.

Þó flest væru mótmælin friðsamleg hafi lögregla í Gautaborg afskipti af hópi mótmælenda sem reyndi að efna til óeirða með flöskukasti.

Þá rifu mótmælendur í Bristol styttu af Edward Colston, sem var áberandi í þrælaviðskiptum á 17. öldinni, af stalli sínum og veltu henni um götur borgarinnar.

Floyd, sem lést eftir að lögreglumaður hafði þrýst hné sínu að hálsæð hans í tæpar níu mínútur, verður jarðaður í heimaborg sinni Houston í Texas á þriðjudag. 

 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, mun að sögn Reuters fréttaveitunnar gera sér ferð til Texas á morgun til að hitta fjölskyldu Floyd og votta henni samúð sína. Ekki er þó búist við að hann verði meðal gesta í jarðarförinni daginn eftir.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi