Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Reyndu að efna til óeirða með flöskukasti

epa08471556 Demonstrators attack a police car during a anti-racism demonstration organised to show solidarity with the Black Lives Matter movement in Gothenburg, Sweden, 07 June 2020. About 2,000 demonstrators participated in the wake of the death of George Floyd in police custody in the USA, despite the ban to gather more than 50 people due to the ongoing coronavirus COVID-19 pandemic. When police dissolved the demonstration some skirmishes broke out.  EPA-EFE/ADAM IHSE  SWEDEN OUT
 Mynd: EPA-EFE - TT NEWS AGENCY
Lögreglan í Gautaborg hefur handtekið nokkurn hóp fólks sem tók þátt í mótmælendum gegn kynþáttahatri og lögregluofbeldi í borginni í dag.

Christer Fuxborg talsmaður lögreglunnar segir í samtali við sænska ríkisútvarpið SVT  lögreglu hafa gripið til þess að handtaka hóp fólks sem reyndi að efna til óeirða meðal annars með því að kasta flöskum.

Undanfarna daga hefur verið mótmælt víða um heim, en mótmælin hófust í Bandaríkjunum í  kjölfar þess að George Floyd var drepin af lögreglumanni í borginni Minneapolis í lok síðasta mánaðar. Þau hafa síðan breiðst út fyrir Bandaríkin. 

Rúður hafa verið brotnar í gluggum Arkaden verslunarmiðstöðvarinnar og einnig hefur eitthvað verið um að mótmælendur reyni að brjóta upp hurðir á Nordstan verslunarmiðstöðinni.

Fyrr í dag leysti lögregla upp um 2.000 manna hóp mótmælenda, þar sem leyfisveiting fyrir mótmælunum gerði eingöngu ráð fyrir 50 manns.