Lýstu samstöðu með baráttu gegn lögregluofbeldi

07.06.2020 - 16:35
Mynd: Ágúst Ólafsson / RÚV
Hópur fólks kom saman á Ráðhústorginu á Akureyri í dag til að lýsa samstöðu sinni með baráttu fyrir réttindum þeldökkra og gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum. Fyrr í vikunni komu um þrjú þúsund manns saman á Austurvelli í Reykjavík í sömu erindagjörðum.

Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, flutti ávarp á fundinum. David Nyombo Lukonge frá Tansaníu sagði frá eigin reynslu af fordómum. Hann hefur búið hérlendis í sex ár en bjó áður í Kenía, Bandaríkjunum og Danmörku. Dori Levitt Baldvinsson, frá New Jersey í Bandaríkjunum, lýsti reynslu sinni af því að búa í Bandaríkjunum. Hún las meðal annars upp nöfn fólks sem hefur orðið fyrir lögregluofbeldi.

Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi