Eitt nýtt kórónusmit í júní

Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Ekk­ert nýtt kór­ónu­veirusmit greind­ist hér á landi í gær. Eitt smit greind­ist hins vegar í fyrra­dag, sem ekki var með í töl­um sem birt­ar voru í gær.

Mbl.is greindi fyrst frá, en þrír eru nú með virkt smit.

Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­vörn­um, seg­ir í samtali við fréttastofu að smitin séu sett inn í tímalínu daginn sem þau eru tekin. Upplýsingar um þetta tiltekna smit hafi hins vegar ekki legið fyrir fyrr en seint í gær. Þar sem minni viðbúnaður er hjá almannavörnum um helgar hafi það ekki ratað inn fyrr en nú.

Síðastliðin vika er því ekki smitlaus líkt og útlit var fyrir í gær. „Þetta er eins og við erum búin að vera að spá,“ segir Víðir og vísar þar til þess að Almannavarnir hafi sagt líklegt að smit haldi áfram að greinast öðru hverju.

Smitið sem greindist í gær kom úr prófunum hjá Íslenskri erfðagreiningu og var sá einstaklingur ekki í sóttkví.

27 sýni voru tek­in í gær hjá sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans í gær, en ekk­ert  hjá Íslenskri erfðagrein­ingu.

Alls hafa nú 1.807 smit greinst á Íslandi, eitt þeirra í júní og hafa 1.794 náð bata. Tek­in hafa verið 62.795 sýni.
 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi