Vilja olíulaust Ísland árið 2035

epa05353065 A electric car from Tesla is being charged at a supercharger facility in Solli, Norway, 04 June 2016. These charging stations are built specifically for electric cars from Tesla and makes it possible to charge the car's large battery in a
Eðalvagn frá Tesla í hleðslu. Mynd: EPA - NTB Scanpix
Ísland getur verið sjálfbært um orku og ætti að vera sjálfsagt mál að setja fram slík markmið. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Landverndar í dag, en þar er lagt til að stjórnvöld setji sér markmið um að Ísland verði orðið olíulaust árið 2035.

Ályktunin var unnin af grasrótarhópi Landverndar í loftslagsmálum sem bendir á að  Íslendingar hafi ekki sett sér nein markmið um það hvenær verði hætt að nota jarðefnaeldsneyti hér á landi. Auðvelt sé að útfasa notkun á jarðefnaeldsneyti á Íslandi, en stjórnvöld þurfi að stíga fram af meiri krafti. 

Segir Landvernd nauðsynlegt að flýta orkuskiptum í vegasamgöngum og það sé vel framkvæmanlegt. Það þurfi hins vegar kjark og útsjónarsemi til að vera fyrirmynd og taka erfiðar ákvarðanir, sem séu skynsamlegar þegar til lengri tíma er litið. 

Er lagt til að stjórnvöld setji sér markmið um að banna innflutning á bensín- og díselbílum strax árið 2023 og innflutning á vinnuvélum og tækjum sem ekki ganga fyrir hreinum orkugjöfum árið 2025. 

Árið 2030 verði samgöngur á sjó og landi svo orðnar jarðefnaeldsneytislausar og fimm árum síðar, 2035 verði markmiðið sett á rafvæðingu millilandaflugs.
 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi