Þúsundir mótmæla kynþáttahatri

epa08470161 Protestors hold up their hands during a peaceful demonstration in Washington Square Park in New York, USA, 06 June 2020, over George Floyd's death. A bystander's video posted online on 25 May, appeared to show George Floyd, 46, pleading with arresting Minneapolis Police officers that he couldn't breathe as an officer knelt on his neck. The unarmed Black man later died in police custody. According to news reports on 29 May, Derek Chauvin, the police officer in the center of the incident has been taken into custody and charged with murder in the George Floyd killing. On 03 June three other officers on scene were charged with aiding and abetting murder of second degree.  EPA-EFE/JASON SZENES
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tugir þúsunda víða um heim tóku í dag þátt í mótmælum gegn kynþáttahatri og lögregluofbeldi. Víða var áfram mótmælt í Bandaríkjunum og í Washington flykktust þúsundir mótmælenda út á göturnar tólfta daginn í röð.

 

Áður hafði lögreglustjóri borgarinnar sagt að mótmælin í dag gætu orðið með þeim fjölmennustu í sögu Washington.

„Raddir okkar þurfa að heyrast,“ sagði Delonno Carrol byggingaverkamaður sem kvaðst ekki hafa getið setið áfram  heima og fylgst með.
Mótmælin hófust í kjölfar þess að George Floyd var drepin af lögreglumanni í borginni Minneapolis í byrjun síðustu viku. Þau hafa síðan breiðst út fyrir Bandaríkin. 

Þúsundir komu þannig saman í borgum í Bretlandi og Ástralíu, þar sem barið var í trommur og sumir krupu á kné til að mótmæla kerfisbundinni mismunun gegn svörtum. Eftir friðsamleg mótmæli fram eftir degi kom þó til átaka milli lögreglu og mótmælenda í nágrenni Downing strætis, bústaðar breska forsætisráðherrans. 

Þá voru tuttugu handteknir í Berlín og í Hamborg beitti lögregla piparúða þegar harka færðist í mótmælin.

Sagði Hamborgar lögreglan á Twitter að nokkur hundruð hettuklæddir ofbeldisseggir hefðu þrýst á lögreglu í miðborginni. Þeir hefðu því neyðst til að nota piparúða. „Með fullri virðingu fyrir þeim tilfinningum sem ríkja þá eru árásir á lögreglumenn óásættanlegar," sagði í færslunni.
 

 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi