Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Komu upp um umfangsmikið barnaníðsmál í Þýskalandi

06.06.2020 - 15:19
Ambulances  stand in downtown Muenster, Germany, Saturday, April 7, 2018. German news agency dpa says several people killed after car crashes into crowd in city of Muenster.  (dpa via AP)
Fjórir létust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Münster í apríl síðastliðnum. Mynd: AP Images - RÚV
Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið ellefu einstaklinga vegna gruns um barnaníð. Búið er að bera kennsl á fimm, tíu og tólf ára börn sem talin eru fórnarlömb níðinganna, en þeir eru í sumum tilfellum taldir tengjast börnunum fjölskylduböndum.

Lögreglan lagði meðal annars hald á yfir fimm hundruð terabæt af barnaníðsefni sem fannst í kjallaraíbúð 27 ára gamals karlmanns frá Münster í vesturhluta landsins. Lögreglan greindi frá því á fréttamannafundi að þar á meðal séu átakanleg myndbönd sem sýni hvernig fjórir menn fóru illa með tvo unga drengi.

„Þið getið ekki ímyndað ykkur þetta. Þessir menn, ef hægt er að kalla þá það, dulkóðuðu jafnframt efnið í farsímum sínum,“ sagði Joachim Poll, stjórnandi rannsóknarinnar.

Lögreglan segir að misnotkunin hafi meðal annars farið fram í sumarhúsi í grennd við Münster sem er í eigu móður 27 ára gamla níðingsins sem var með barnaklámið undir höndum.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV