Biden kominn með þá kjörmenn sem þarf

epa08467946 (FILE) - Democratic candidate Joe Biden speaks about the coronavirus at the Hotel Du Pont in Wilmington, Delaware, USA, 12 March 2020 (reissued 06 June 2020). According to media reports on 06 June 2020, Biden officially secured the Democratic Party presidential nomination after receiving the required number of delegates via state primaries. Biden has campaigned mainly from his home due to the ongoing coronavirus pandemic.  EPA-EFE/TRACIE VAN AUKEN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Joe Biden tryggði sér í gær nægan fjölda kjörmanna fyrir flokksþing Demókrata í sumar til þess að verða formlega gerður að forsetaframbjóðanda flokksins. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu. Í raun var aðeins tímaspursmál hvenær það myndi gerast, þar sem hann hefur verið einn í framboði í forkjöri flokksins síðan Bernie Sanders heltist úr lestinni í mars. 

Eftir að fregnirnar bárust sendi Biden frá sér yfirlýsingu. Þar sagði hann það heiður að keppa við einn allra hæfileikaríkasta hóp frambjóðenda sem Demókratar hafa nokkru sinni teflt fram. Hann kvaðst stoltur af því að geta sagt að hann leiði flokkinn inn í forsetakosningarnar sem sameinað afl.

Biden er í nokkuð sterkri stöðu samkvæmt könnunum í Bandaríkjunum. Flestar sýna hann með þó nokkuð forskot, bæði á landsvísu og í ríkjum sem sveiflast oft á milli Demókrata og Repúblikana. Framganga Donalds Trump forseta í kórónuveirufaraldrinum og mótmælum undanfarinna vikna hafa veikt stöðu hans talsvert. 

Biden sagði í yfirlýsingunni að þetta væru erfiðir tímar í bandarískri sögu. Hann kvað Trump vera reiðan, og pólitík sundurlindis sé ekki rétta leiðin á tímum sem þessum. Þjóðin kalli eftir leiðtoga sem geti sameinað þjóðina. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi