Ætla að banna kyrkingartakið

epa08466024 A protester holds an American Flag with the words 'I Can't Breathe' as he walks in Manhattan after a George Floyd Memorial demonstration in Cadman Plaza in Brooklyn, New York, USA, 04 June 2020. A bystander's video posted online on 25 May, appeared to show George Floyd, 46, pleading with arresting Minneapolis Police officers that he couldn't breathe as an officer knelt on his neck. The unarmed Black man later died in police custody. According to news reports on 29 May, Derek Chauvin, the police officer in the center of the incident has been taken into custody and charged with murder in the George Floyd killing. On 03 June three other officers on scene were charged with aiding and abetting murder of second degree.  EPA-EFE/JASON SZENES
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfirvöld í Minneapolis ætla að banna lögreglu í borginni að nota svo nefnt kyrkingar- eða hálstak. Minneapolis er ekki eini staðurinn þar sem yfirvöld rýna nú grannt í reglurnar um valdnotkun lögreglu. 

Lögreglumaðurinn sem varð George Floyd að bana, notaði hné sitt til að þrýsta á háls hans. Síðustu daga og vikur hefur allt logað í Bandaríkjunum vegna morðsins á George Floyd, morðs sem varpar ljósi á rótgróið samfélagsmein sem ofbeldi lögreglunnar gegn svörtu fólki er.

Borgaráð Minneapolis hefur þegar samþykkt að banna lögreglumönnum að taka fólk hálstaki og saksóknari í Minesota ríki hefur ákært lögreglumanninn Derek Chauvin fyrir að vera valdur dauða Floyds.

Reuters fréttaveitan segir Gavin Newson, ríkisstjóra Kaliforníu, einnig ætla að  banna að þrýstingur settur á hálsæðina. Það var tæknin sem Chauvin beitti gegn Floyd á meðan þrír aðrir lögreglumenn stóðu hjá og fylgdust með.
 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi