Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Rannsaka enn tildrög vinnuslyss að Sunnukrika

Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd
Rannsókn stendur enn yfir á vinnuslysi sem varð á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ 3. mars. Einn starfsmaður lést og annar slasaðist alvarlega þegar gólfplata í byggingunni féll og lenti á þeim. 

Maðurinn sem lést var á sextugsaldri en hinn er á fimmtugsaldri. Mennirnir voru ráðnir til starfa af undirverktakafyrirtækinu Ingi & son ehf. Aðalverktaki framkvæmdanna er Arnarhvoll ehf. 

Vinnueftirlitið vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu þar sem rannsókn standi enn yfir. Byggiðn, félag byggingamanna, heldur utan um að reka kröfur aðstandenda hins látna og hins slasaða.

Byggingin þar sem slysið varð á meðal annars að hýsa heilsugæslu Mosfellsbæjar á jarðhæð.