Hvaða Reykjavíkurdóttir ert þú?

Mynd með færslu
 Mynd: Reykjavíkurdætur

Hvaða Reykjavíkurdóttir ert þú?

05.06.2020 - 09:32
Hljómsveitin Reykjavíkurdætur, eða Daughters of Reykjavik, hefur birt einstaklega skemmtilegt próf á heimasíðu sinni þar sem hægt er að komast að því hvaða Reykjavíkurdóttir maður er.

Ertu Blær, Katrín Helga, Dísa, Steinunn, Ragga Hólm, Sura, Salka, Steiney eða Karítas? Þú getur komist að því með því að taka þetta lauflétta próf hér. Prófið kemur í kjölfarið á útgáfu nýjustu plötu sveitarinnar, Soft Spot, sem kom út fyrir viku síðan. 

Platan hefur vakið mikla athygli og fengið frábæra dóma, til að mynda hjá bresku tónlistarvefsíðunni NME og þá voru dæturnar sömuleiðis til viðtals hjá New York Times nýlega.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Reykjavíkurdætur - Soft Spot

Tónlist

„Verðum alltaf Reykjavíkurdætur á Íslandi“

Tónlist

Reykjavíkurdætur - Beatles og aðrir bítlar

Tónlist

Reykjavíkurdætur hljóta nýju MMETA verðlaunin