
Traust Svía til stjórnvalda snarminnkar
Samkvæmt könnuninni telja 45 prósent aðspurðra stjórnvöld mjög eða frekar vel í stakk búin til þess að takast á við COVID-19 faraldurinn. Er þetta í fyrsta skipti sem minnihluti aðspurðra segist hafa tiltrú á aðgerðum stjórnvalda en hlutfallið var 63 prósent í síðustu könnun sem gerð var í apríl.
Um 65 prósent aðspurðra sögðust almennt bera traust til heilbrigðisyfirvalda í samanburði við 73 prósent í síðustu könnun.
Hins vegar ber mikill meirihluti Svía enn traust til heilbrigðisstarfsfólks, eða 80 prósent.
Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir viðbrögð sín við heimsfaraldrinum. Dauðsföll vegna kórónuveirunnar eru orðin 4.542 í Svíþjóð og er sú tala umtalsvert hærri en í nágrannalöndunum. Í Noregi eru andlát sem rekja má til faraldursins 238 en í Danmörku eru þau 582.