Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Metfjöldi vill í læknisfræði og sjúkraþjálfun

04.06.2020 - 18:14
Mynd með færslu
Læknadeild Háskóla Íslands. Metfjöldi vill stunda nám þar. Mynd: RÚV - Kristinn Gauti Gunnarsson - RÚV
443 hafa skráð sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Aldrei hafa fleiri tekið prófin sem í ár verða haldin 11. og 12. júní.

Þar af munu 344 þreyta inntökupróf í læknisfræði, það eru 21 fleiri en í fyrra. 99 fara í sjúkraþjálfunarprófið, það er einum fleiri en í fyrra. Allir taka sama prófið og þeim sem standa sig best verður boðið að hefja nám.

60 verða teknir inn í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfun, en fjöldinn miðast við hversu mörg pláss eru í verklegri þjálfun á sjúkrahúsunum.  Þeir sem þreyta prófið, en komast ekki inn í Læknadeild, geta skráð sig í aðrar deildir Háskóla Íslands fram til 20. júlí, að því er fram kemur á vefsíðu skólans.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir