Kokteilsósuís á afmælinu

Mynd með færslu
 Mynd: Já OK

Kokteilsósuís á afmælinu

04.06.2020 - 14:33
Í tilefni af eins árs afmæli hlaðvarpsþáttarins Já OK, bjóða þáttarstjórnendurnir, Vilhelm Neto og Fjölnir Gíslason, upp á kokteilsósuís. Strákarnir, sem eru miklir aðdáendur kokteilsósu, spjalla um sögu hennar og ísmenninguna á Íslandi.

Hér má hlusta á nýjasta þáttinn sem ber heitið Kokteilsósuís. Þar er fjallað um hvað það er sem gerir Íslending að Íslendingi. Sennilega er það margt, og ekki hægt að negla það niður, en þeir reyna þó að komast að kjarnanum.

Í hverjum þætti ræða Vilhelm og Fjölnir um ákveðinn hlut, stað, viðburð eða manneskju. Þeir hafa meðal annars rætt um kaffibæti, bjórlíki, hnakkamenningu, Tívolí í Vatnsmýrinni, Birgittu Haukdal-dúkkuna, Guðrúnu Á. Símonar og Silvíu Nótt.

Hægt er að hlusta á Já OK í öllum hlaðvarpsveitum. Þar er rýnt í hluti og fyrirbæri sem einu sinni voru aðalmálið á Íslandi en er nú horfið. Þátturinn í gær var 52. í röðinni og fögnuðu þeir því árs afmæli.

Hlaðvarpsþátturinn Já OK kemur út alla miðvikudaga.