Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Hildur Guðnadóttir fær enn eina tilnefninguna

Hildur Guonadottir accepts the award for best original score for "Joker" at the Oscars on Sunday, Feb. 9, 2020, at the Dolby Theatre in Los Angeles. (AP Photo/Chris Pizzello)
 Mynd: Ap Images - RÚV

Hildur Guðnadóttir fær enn eina tilnefninguna

04.06.2020 - 08:37

Höfundar

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hefur verið tilnefnd til sjónvarpsverðlauna BAFTA fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Hildur vann kvikmyndaverðlaun BAFTA fyrir tónlistina í Joker fyrr á árinu.

Chernobyl-þættirnir fá alls 14 tilnefningar til sjónvarpsverðlauna BAFTA sem er eitt það mesta í sögu þeirra. Næst kemur þátturinn The Crown sem fær sjö tilnefningar. BBC greinir frá.

Verðlaunin verða veitt þann 31. júlí, en hátíðin verður í beinni útsendingu án áhorfenda vegna kórónuveirufaraldursins. 

Sigurganga Hildar hófst í september þegar hún hlaut Emmy-verðlaunin fyrir tónlistina við Chernobyl. Síðan hlaut hún Golden Globe-verðlaunin fyrir Jókerinn og svo Grammy fyrir Chernobyl. Hún stóð síðan uppi sem sigurvegari á bresku BAFTA-verðlaununum og vann loks Óskarinn fyrir Jókerinn, fyrst Íslendinga.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Tónlist Hildar úr Jókernum lifnar við í vor

Tónlist

Sigurganga Hildar Guðnadóttur heldur áfram

Menningarefni

Hildur vann Óskarinn fyrst Íslendinga