Chernobyl-þættirnir fá alls 14 tilnefningar til sjónvarpsverðlauna BAFTA sem er eitt það mesta í sögu þeirra. Næst kemur þátturinn The Crown sem fær sjö tilnefningar. BBC greinir frá.
Verðlaunin verða veitt þann 31. júlí, en hátíðin verður í beinni útsendingu án áhorfenda vegna kórónuveirufaraldursins.
Sigurganga Hildar hófst í september þegar hún hlaut Emmy-verðlaunin fyrir tónlistina við Chernobyl. Síðan hlaut hún Golden Globe-verðlaunin fyrir Jókerinn og svo Grammy fyrir Chernobyl. Hún stóð síðan uppi sem sigurvegari á bresku BAFTA-verðlaununum og vann loks Óskarinn fyrir Jókerinn, fyrst Íslendinga.