Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Öllum dekkjum stolið undan bílaleigubíl

03.06.2020 - 08:40
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Lögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu fengið mál til sín sem varða innbrot í bíla hjá bílaleigum. Dýrum tækjabúnaði hefur verið stolið úr bílunum, svo sem myndavélum í framrúðu, vélartölvum, útvörpum og miðstöðum.

Um síðustu helgi var gengið svo langt að öllum fjórum dekkjunum var stolið undan einum bílaleigubíl. Þá eru einnig dæmi um að ljósabúnaður hafi verið fjarlægður af bílum.

„Lögregla vill beina þeim tilmælum til forráðamanna bílaleiga að ganga vel og tryggilega frá bifreiðum sem eigu eða umsjá þeirra og geyma þær ekki á fáförnum stöðum,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV