Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Útgöngubann allar nætur í New York út vikuna

epaselect epa08459362 People loot a business along Madison Avenue in midtown Manhattan in response to the Minneapolis, Minnesota, arrest of George Floyd, who later died in police custody, in New York, New York, USA, 01 June 2020.  A bystander's video posted online on 25 May, appeared to show George Floyd, 46, pleading with arresting officers that he couldn't breathe as an officer knelt on his neck. The unarmed Black man later died in police custody. According to news reports on 29 May, Derek Chauvin, the police officer in the center of the incident has been taken into costody and charged with murder in the George Floyd killing.  EPA-EFE/JUSTIN LANE   ALTERNATIVE CROP
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Borgaryfirvöld í New York hafa lýst yfir útgöngubanni að kvöldi og nóttu næstu sex sólarhringa til að stemma stigu við spellvirkjum óeirðaseggja. Útgöngubannið í gærkvöld var virt að vettugi.

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöld að hann hygðist beita hervaldi ef ekki tækist að hafa hemil á óeirðaseggjum sem hafa farið mikinn víða um landið í kjölfar þess að lögreglumaður varð þeldökkum manni, George Floyd, að bana í Minneapolis fyrir rúmri viku. V

egna ástandsins var lýst yfir útgöngubanni í tugum borga í gærkvöld, þar á meðal í New York frá ellefu til fimm í morgun. Þetta hafði ekkert að segja. Skemmdarverk voru unnin víða, þar á meðal í Macy's verslunarhúsinu. Einnig var ráðist inn í glæsiverslanir við fimmta breiðstræti á Manhattan án þess að lögreglan fengi neitt við ráðið.

Bill de Blasio borgarstjóri tilkynnti í dag að miklu skipti að koma ástandinu í eðlilegt horf hið fyrsta. Til stæði að aflétta eftir næstu helgi ýmsum takmörkunum í borginni sem hafa verið í gildi vegna COVID-19 farsóttarinnar. Því hefði verið ákveðið að framlengja útgöngubannið út vikuna, frá átta að kvöldi til fimm að morgni.

Bill de Blasio og Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafa báðir þvertekið fyrir að herliði verði beitt til að stöðva óeirðirnar.